top of page
Hakarl-17ag2009-Mynd_Johannes_Sturlaugsson-Laxfiskar.JPG

stöndum vörð um velferð háfiska á Íslandsmiðum

Hákarl_The Greenland shark _(Somniosus microcephalus)_.png

Hákarlar við Ísland eru félagasamtök sem hafa það að leiðarljósi að uppfylla eftirfarandi ófjárhagsleg markmið:

  • standa vörð um velferð háfiska á Íslandsmiðum.

  • veita almenningi fræðslu um líf- og vistfræði háfiska af þeim tegundum sem finnast hér við land og gefa innsýn í sögulegt samspil manna og háfiska á Íslandi í aldanna rás.

  • auðga og dýpka skilning Íslendinga á mikilvægi háfiska í vistkerfi sjávar sem og á þeirri hættu sem steðjar að tilvist háfiska í samtímanum á heimsvísu, þ.m.t. vegna þess að háfiskar eru veiddir í miklum mæli sem meðafli við veiðar á öðrum fisktegundum. 

  • standa fyrir óháðum úttektum á álitaefnum er varða tilvist háfiska af mismunandi tegundum innan fiskveiðilögsögu Íslands.

 

Hákarlar við Ísland rukka ekki inn félagsgjöld í því skyni að tryggja þátttökuréttindi almennings í umhverfismálum, óháð efnahag þeirra. Þeir sem hafa áhuga á að ganga í samtökin geta sent tölvupóst á netfangið sharkiceland@gmail.com

Einstaklingar sem vilja styðja samtökin fjárhagslega geta lagt inn á reikning samtakanna

rknr. 0133-26-008082

kt. 630922-1190

Hákarl_The Greenland shark __(Somniosus microcephalus).png
Dalrun Kaldakvisl_oral historian_history of shark in Iceland.jpeg
Dalrún Kaldakvísl hefur víðtæka reynslu og menntun sem nýtist í þágu félagasamtakanna. Dalrún hefur doktorsgráðu í sagnfræði og vinnur nú að rannsókn á veiðum, nytjun, viðhorfum og náttúruvernd í tengslum við hákarlinn á Íslandi. Auk þess hefur hún starfað sem aðstoðarmaður hjá rannsóknarfyrirtækinu Laxfiskum um langt árabil, en þar er unnið að rannsóknum á lífsháttum og umhverfi fiska, bæði í ferskvatni og sjó.

Dalrún Kaldakvísl, stofnandi og stjórnarformaður

Hákarlar við Ísland hlutu rekstrarstyrk frá Umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytinu árið 2023. 

bottom of page