top of page

Hákarlar í
skólastofunni
er styrkt af 

  • Menningarsjóður tengdur nafni Jóhannesar Nordal

  • Verkefnasjóður sjávarútvegs

  • Samfélagsráð HS Orku

  • Samfélagssjóður Landsbankans 

  • Lista- og menningarsjóður Mosfellsbæjar

​Hákarlar í skólastofunni

Á haustönn 2024 munu félagasamtökin Hákarlar við Ísland veita skólabörnum fræðslu um líf- og vistfræði hákarlsins hér við land í formi verkefnisins Hákarlar í skólastofunni. Markmið verkefnisins er að heimsækja börn í grunnskólum landsins og vekja athygli þeirra á náttúru- og menningarlegu gildi grænlandshákarlsins við Íslandsstrendur. Í heimsóknunum verður miðlað almennri þekkingu um líf- og vistfræði hákarla á Íslandsmiðum þar sem sjónum er beint að mikilvægi þeirra í vistkerfi sjávar. Einnig er miðað að því að fjalla um hákarlinn í sögulegu samhengi þar sem fjallað er um sambýli manna og hákarla á Íslandi í aldanna rás. Skólaheimsóknunum er ætlað að vera skemmtilegar og leiða til fjörugra umræða millum nemenda þar sem viðhorf skólabarnanna til hákarla verða meðal annars reifuð. Miðlað er gömlum og nýjum fróðleik um samvist manna og hákarla hérlendis í formi líflegs fyrirlesturs og með sýningu á stuttri kynningarmynd sem byggir á viðtölum við líffræðinga sem búa að sérfræðiþekkingu um hákarla, hákarlaveiðimenn og aðra hákarlaspekúlanta.

 

Heimsóknarverkefnið Hákarlar í skólastofunni færir börnum sögu hákarla og manna í skemmtilegum og fræðandi búningi til að veita innsýn í vistfræðilegt- og menningarlegt gildi hákarlsins við Íslandsstrendur; hákarlinum og Íslendingum til góða á válindum tímum í umhverfismálum. Tilgangur verkefnisins er að vekja börn á Íslandi til umhugsunar um samhengi hlutanna; hvernig stórvirkur afræningi í röðum fiska hér við land getur haft mikilsverð áhrif á vistkerfið og um leið örlög manna. Hákarlar hafa gjarnan verið sniðgengnir í umfjöllun um Íslandssöguna, íslenska náttúru og í umræðum um ábyrgð Íslendinga gagnvart náttúrunni. Verkefnið Hákarlar í skólastofunni er mikilvægur hluti þeirrar viðleitni að skapa tengsl komandi kynslóða við hafríkið. Markmið verkefnisins er að skila sögu hákarla og manna á Íslandi til yngstu kynslóðanna; komandi kynslóða – og um leið stuðla að og efla tengls yngri Íslendinga við sjóinn og vistkerfi hans.

Dalrún Kaldakvísl stjórnarformaður tók á móti styrk fyrir heimsóknaverkefnið Hákarlar í skólastofunni frá úr menningarsjóði sem tengdur er nafni Jóhannesar Nordals, fyrrverandi seðlabankastjóra. 

Hakarlar vid Island_sharks of Iceland_gudbrandur johannesson_dalrun kaldakvisl_.png

Guðbrandur Jóhannesson félagsmaður tók á móti viðurkenningu frá Landsbankanum

fyrir heimsóknaverkefnið Hákarlar í skólastofunni.

bottom of page