top of page

Fiskar í
skólastofunni
er styrkt af 

  • Menningarsjóður tengdur nafni Jóhannesar Nordal

  • Verkefnasjóður sjávarútvegs

  • Samfélagsráð HS Orku

  • Samfélagssjóður Landsbankans 

  • Lista- og menningarsjóður Mosfellsbæjar

Fiskar í skólastofunni

                    Hákarlinn og laxinn

 

Vatnaverur Íslands standa fyrir skólaheimsóknunum Fiskar í skólastofunni. Markmið heimsóknanna er að vekja athygli grunnskólabarna á mikilvægi hákarla og laxa í náttúrulegu og menningarlegu tilliti. Kalda [Dalrún Kaldakvísl] dýrasagnfræðingur hefur rannsakað hákarlasögu Íslands og spjallar við krakkana um sögu og atferli hákarlsins – og sýnir þeim fágætt neðanvatnsmyndefni af hákarlinum sem kvikmyndað var af líffræðingnum Chris Harvey-Clark. Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur, sem rannsakað hefur laxinn í áratugi, ræðir við nemendur um líf og atferli laxins í ferskvatni og sjó – og sýnir þeim einstakt neðanvatnsmyndefni af laxinum sem hann hefur kvikmyndað í gegnum árin.

 

Skólaheimsóknunum er ætlað að vera skemmtilegar og leiða til fjörugra umræða millum nemenda þar sem viðhorf skólabarnanna til vistkerfa í sjó og ferskvatni eru meðal annars reifuð. Verkefnið Fiskar í skólastofunni er mikilvægur hluti þeirrar viðleitni að skapa tengsl komandi kynslóða við lífverur í ám, vötnum og sjó. 

1fish in the classroom_fiskar í skólastofunni_Vatnaverur Íslands_Elliðaár_Icelandic aquati
Dalrun Kaldakvisl_animal historian_dýrasagnfræðingur_Vatnaverur Islands_icelandic aquatic

Snorra-Edda
 

Lax ok langa

lýsa, brosma,

birtingr, hæingr,

bust ok hrygna,

humarr, hrognkelsi,

hveðnir, flóki,

ölunn, aurriði

ok andvari.

Síld, seiðr, skata,

síl, reyðr ok öggr, 

skreiðungr ok síkr, 

skálgi, flyðra,

fyldingr, styrja

ok fuðryskill, 

hámerr, steinbítr

og háskerðingr.

Hámeri_porbeagle shark_Lamna nasus_edited.jpg

Fjörsungr, þrömmungr

ok fengrani,

hamarr, sandhverfa

ok horngæla,

marknútr, glömmungr

ok marþvara,

sílungr, skelfiskr,

sverðfiskr ok lýr.

Hafrhvalr, geirhvalr

ok hafgufa,

hnísa, hafstrambr

ok hnýðingar,

reyðr, reyðarkálfr,

búrungr, rostungr

ok blæjuhvalr.

Þyrsklingr, ufsi,

þorskr, vartari,

grunnungr, gedda,

gjölnir, keila,

áll ok karfi,

krabbi, geirsíl,

hár ok goðlax,

hornsíl, igull.

Norðhvalr, kýrhvalr,

náhvalr ok leiftr,

skeljungr, fiskreki

ok skútuhvalr,

sléttibaka, skjaldhvalr

ok sandlægja,

hrosshvalr, andhvalr,

hrafnreyðr ok vögn.

bottom of page