
Fiskar í
skólastofunni
er styrkt af
-
Menningarsjóður tengdur nafni Jóhannesar Nordal
-
Verkefnasjóður sjávarútvegs
-
Samfélagsráð HS Orku
-
Samfélagssjóður Landsbankans
-
Lista- og menningarsjóður Mosfellsbæjar

Fiskar í skólastofunni
Hákarlinn og laxinn
Vatnaverur Íslands standa fyrir skólaheimsóknunum Fiskar í skólastofunni. Markmið heimsóknanna er að vekja athygli grunnskólabarna á mikilvægi hákarla og laxa í náttúrulegu og menningarlegu tilliti. Kalda [Dalrún Kaldakvísl] dýrasagnfræðingur hefur rannsakað hákarlasögu Íslands og spjallar við krakkana um sögu og atferli hákarlsins – og sýnir þeim fágætt neðanvatnsmyndefni af hákarlinum sem kvikmyndað var af líffræðingnum Chris Harvey-Clark. Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur, sem rannsakað hefur laxinn í áratugi, ræðir við nemendur um líf og atferli laxins í ferskvatni og sjó – og sýnir þeim einstakt neðanvatnsmyndefni af laxinum sem hann hefur kvikmyndað í gegnum árin.
Skólaheimsóknunum er ætlað að vera skemmtilegar og leiða til fjörugra umræða millum nemenda þar sem viðhorf skólabarnanna til vistkerfa í sjó og ferskvatni eru meðal annars reifuð. Verkefnið Fiskar í skólastofunni er mikilvægur hluti þeirrar viðleitni að skapa tengsl komandi kynslóða við lífverur í ám, vötnum og sjó.











