top of page

Hákarlinn, beinhákarlinn,

 og hámerin

eru háfiskar við Ísland sem eru í viðkvæmri stöðu á heimsvísu

Krefjumst þess að leiðtogar ESB stöðvi viðskipti með hákarlaugga í Evrópu

Verndun​

Hákarlar við Ísland hefur það að markmiði að 

  • vera ötull þátttakandi í opinberri umræðu er lýtur að háfiskum og búsvæðum þeirra þ.m.t. opinberri umræðu er lýtur að heilbrigði vistkerfis sjávar við Ísland.

  • fylgja því eftir að lagavernd háfiskategunda á fiskveiðislóðum við Ísland sé virt og rækt. 

  • stuðla að umbótum í málefnum háfiska í lagaumhverfi er varðar fiskveiðar og vernd sjávarlífvera og vistkerfa sjávar almennt þ.m.t. með ritun umsagna um breytingar á reglum og lögum í tengslum við veiðar og vernd á háfiskum. 

  • taka þátt í alþjóðlegri samvinnu sem hverfist um velferð háfiska.

  • eiga í samstarfi við innlend sem erlend félög sem hafa það að markmiði að varða hagsmuni háfiska og lífríkis sjávar.  

  • auðga og dýpka skilning Íslendinga á mikilvægi háfiska í vistkerfi sjávar sem og á þeirri hættu sem steðjar að tilvist háfiska í samtímanum á heimsvísu, þ.m.t. vegna þess að háfiskar eru veiddir í miklum mæli sem meðafli við veiðar á öðrum fisktegundum. 

  • standa fyrir óháðum úttektum á álitaefnum er varða tilvist háfiska af mismunandi tegundum innan fiskveiðilögsögu Íslands.

 

 

 

 

 

bottom of page